Sjálfsvígsforvarnir

Einkenni og áhættuhópar

 

Erfitt er spá fyrir um hverjir kunna að verða líklegir til að komast í sjálfsvígshættu og víst er að sjálfsvíg geta komið fyrir í öllum fjölskyldum. Samkvæmt niðurstöðum erlendra rannsókna má greina ákveðna hópa sem eru í meiri hættu en aðrir:

Hefur þú reynt að skaða sjálfan þig?

 

Sjálfskaði er leið til að tjá innri sársauka og tilfinningakreppu, hvort sem sú kreppa stafar af sorg, reiði, ótta eða sjálfsfyrirlitningu. Líkaminn þjáist fyrir andlegan sársauka og eftir sitja sár og ör sem endurspegla sálarangist eða lífsháska viðkomandi.

Sorg eftir sjálfsvíg

 

Að missa einhvern, sem maður elskar vegna sjálfsvígs, er eitt erfiðasta áfall sem hugsast getur. Enginn er viðbúinn slíku og einungis þau sem reynt hafa á eigin skinni vita hvað slíkt hefur í för með sér og hvaða tilfinningar fylgja í kjölfarið.

Ungt fólk og sjálfsvíg

Það eru ekki mörg ár síðan bandaríska geðlæknafélagið skilgreindi þunglyndi barna og unglinga sem veikindi sem er stór áhrifaþáttur í sjálfsvígum og því mikilvægt að það uppgötvist ef það er farið að hrjá barn eða ungling.

Sjálfsvíg og þunglyndi

 

Ef unglingur fer að sýna skyndileg merki um leiða, sorg, kvíða og vonleysi í meiri mæli en eðlilegt þykir ef taka má mið af hans fyrra hegðunarmynstri og persónueinkennum getur það verið merki um þunglyndi. Lystarleysi eða áhugaleysi á fæðu sem áður þótti góð samfara þyngdarminnkun er einnig talið geta verið eitt af einkennum þunglyndis. Þunglyndi gæti einnig sýnt sig í aukinni matarlyst og aukinni líkamsþyngd. Algengt er að svefnleysi, að vakna mjög snemma á morgnana eða óreglulegar svefnvenjur séu einnig einkenni af þunglyndi.

Það er til lausn

 

Allir geta lagt sitt af mörkum, foreldrar, vinir og félagar. Foreldrar með því að þekkja vel líðan barna sinna og að kunna að hlusta á þau og sýna líðan þeirra skilning. Vinur eða vinkona með því að fá vin sinn til að leita aðstoðar þegar hann tjáir sig um að hann vilji binda enda á líf sitt.