Ársskýrsla 2019

Þetta litla verkefni okkar sem er alltaf að stækka hófst í Norðurþingi haustið 2016 er góður hópur fólks ákvað að nú þyrftum við að fara að gera eitthvað í forvarna, - og skapandi starfi en að okkar hópi koma einstaklingar með áratuga reynslu í því að hjálpa einstaklingum og m.a. í forvörnum, búa til verkefni og stýra þeim. Ekki leið á löngu þar til fyrstu verkefnin fóru í framkvæmd og síðan þá hefur sko margt verið gert. Þegar við horfum yfir þennan tíma, erum við full þakklætis hvað allt hefur gengið vel og þær viðtökur sem við höfum fengið.

Fyrsta verkefnið okkar á árinu 2019 var Tónleikasýningin „Lífið er núna“ rokkum gegn krabbameini og var ákveðið að styrkja að þessu sinni Kraft félag ungs fólk sem hefur greinst með krabbamein. Verkefnið fór af stað í byrjun janúar og sáum við strax að hópurinn okkar myndi verða stór , enda mikil eftirspurn að vera með í Tónasmiðjunni þarna komu saman  einstaklingar á öllum aldri , æft var tvisvar í viku og gekk ferlið vel , haft var samband við landsþekktan gest sem að þessu sinni var engin annar en hann Páll Rósinkranz, og tók hann vel í þetta að koma og syngja með þessum flotta hóp okkar enda allgjör öðlingur þegar kemur að svona að styrkja þá sem minna mega sín. Við sýndum sýninguna 26. maí í samkomuhúsinu og fylltum það og komust færri að en vildu, og gátum við í framhaldi styrkt félagið Kraft um 250 þúsund krónur og erum við afar stolt af því. Í kringum þetta verkefni urðu til mikið af málverkum sem nemendur höfðu gert og sýnd voru á stórum skjá á tónleikunum, og var tilvalið í framhaldi af tónleikunum að halda málverkasýningu sem við héldum svo í safnahúsinu og var hún vel sótt.

10. september ár hvert höldum við dagskrá í tilefni af alþjóðlegum degi sjálfsvígsforvarna og var þetta jafnframt í þriðja skiptið sem við gerum það.  Ráðist var í þetta verkefni strax í byrjun júní s.l. skráningar hófust og var til þessi líka flotti hópur, verkefnið fékk nafnið Aðeins eitt líf / Rokkum gegn sjálfsvígum æft var stíft , mikill undirbúningur og skipulag. Og úr því var þessi tónleikasýning þar sem Tónasmiðjan ásamt góðum gestum hélt í Húsavíkurkirkju,  en þar komu saman um 30 einstaklingar á öllum aldri og var stærsti hluti hópsins okkar ungt fólk úr Norðurþingi og nágrenni á aldrinum 6 ára og uppúr þar sungu þau og spiluðu og gáfu af sér í tilefni dagsins, fjölmargir gestir komu í Húsavíkurkirkju og nutu stundarinnar með okkur, það voru allir mjög ánægðir með þessa stund og voru gestir duglegir að lýsa því yfir að þetta hefði verið alveg frábært , heiðursgestur tónleikana að þessu sinni var hann Einar Ágúst Víðisson sem m.a. hefur sungið með Skítamóral og einnig farið fyrir Íslands hönd og tekið þátt í Eurovision árið 2000. Einar kom svo fram og söng með hópnum okkar.

Í Október s.l. var stór stund í starfi ÞÚ skiptir máli er við opnuðum forvarna, upplýsinga og fræðslu síðuna thuskiptirmáli.is hún er búin að vera hugarefni okkar lengi og varð loksins að veruleika. En þessi merka síða sem hefur fengið frábærar viðtökur, hún hefur að geyma margt fróðlegt og gagnlegt sem fólk hefur gott af að vita um forvarnir, þau málefni sem aldrei of oft er talað um, en það eru eineltis, fíkni og sjálfsvígsforvarnir, áhrif skaðsemi og margar þær bataleiðir sem í boði eru.  sú mikla vinna sem fylgir því að opna svona síðu var undir stjórn Hugrúnar Rúnarsdóttir sem er ættuð frá Húsavík og er jafnframt ein af eigendum vefhönnuðarfyrirtækisins „Studio yellow“ en hún í samstarfi við okkur hannaði og bjó til síðuna og við þökkum henni kærlega fyrir hjálpina að gera þetta með okkur. Í kjölfarið opnuðum við hlaðvarpann eða podcastið ÞÚ skiptir máli bæði inni á síðunni og einnig inni á spotify og fleiri streymisveitum, en þar er hægt að finna og heyra flotta forvarnatengda þætti sem gott er að hlusta á.  

Þakklæti var okkur efst í huga þann 17. Desember s.l. er við gengum frá síðasta verkefni ársins sem hófst hjá okkur um miðjan september s.l. og náði hápunkti sínum þann 16. Desember í Húsavíkurkirkju en þar héldum við tónleikasýninguna „Jòlin þìn og mìn“ ásamt góðum gestum. Full kirkja og virkilega hátíðleg stund með um 50 flytjendur á öllum aldri ásamt tónleika gestum , yndisleg stund sem gaf okkur mikiđ. Þetta verkefni okkar var skemmtilegt en um leiđ krefjandi ferđalag, sem náði hápunkti sínum með þessari góðu stund, mikiđ skipulag og margar æfingar lágu að baki sem skilađi sèr svo sannarlega. Hòpurinn okkar stòđ sig rosalega vel og eins og við gerum árlega fyrir jól þá styrkjum við góð málefni og var að þessu sinni ákveðið að styrkja Velferđarsjòđ Þingeyinga , en alls safnađist 350 þùsund krònur sem við svo afhentum þeim í kjölfarið.

Við erum núna þegar byrjuđ ađ vinna ađ næsta verkefni Tònasmiđjunnar og gesta sem byrjaði núna ì janùar s.l. og verður svo rokksýning ì maì n.k. til styrktar „Umhyggju,- félag langveikra barna“

Kæri lesandi margt forvarnaverkefnið hefur unnist síðan starf okkar fór af stað og getum við með sanni sagt að við höfum lagt mikið á okkur til að fólkið finni að það skiptir máli, og munum við halda því starfi okkar áfram á þessu nýja ári 2020 af sama krafti og við höfum gert.

Takk fyrir okkur!!!