Forvarnir hefjast heima

  Það sem foreldrar kenna börnum sínum hefur áhrif.  könnun sem var gerð á ungu fólki 11-17 ára kom í ljós að foreldrar þeirra og afar og ömmur höfðu hvað mest áhrif og jafnvel mun meiri áhrif en sjónvarp, kvikmyndir og tónlist.

Hvernig geta foreldrar haldið börnum sínum frá fíkniefnum ?

Hér eru tíu leiðir til að nota áhrifamátt þinn í uppeldinu:

1.     Byrjaðu:  það er aldrei of snemmt að byrja.  Þú getur byrjað að byggja verndarvegg í dag með því t.d. að segja barninu þínu að þér þyki vænt um það.  Jafnvel á unga aldri geta kærleiksorð átt sinn þátt í að forða barninu frá ógnum vímuefna.

2.     Myndaðu samband:  Það er mikilvægt að byggja samskiptaleiðir innan fjölskyldunnar.  Þegar fjölskyldan hittist reglulega til að borða saman, spila saman, lesa saman eða fara eitthvert saman myndast áhrifarík tengsl.  Mikilvægt er að barnið geri sér grein fyrir að eiturlyf og áfengi eru alls ekki uppspretta ánægjunnar hana má þó finna í faðmi fjölskyldunnar.

3.     Hlustaðu:  Sýndu að þú hafir áhuga á því sem er að gerast í lífi barns þíns.  Hlustaðu á það sem því liggur á hjarta.  Það er allt í lagi að vera hnýsin að komast að því hvar barnið þitt er og hvað það er að gera.  Gerðu þér einnig fært um að kynnast vinum barnsins þíns.

4.     Vertu fræðandi:  Nauðsynlegt er að upplýsa barnið um hættur eiturlyfja og hvernig neysla þeirra getur eyðilagt framtíðardrauma þeirra.

5.     Sýndu umhyggju:  Barnið þarf að heyra daglega hversu mikið þér er annt um það og hversu miklu máli það skiptir þig að það haldi sig frá eiturlyfjum.  Barnið þarf að vita að pabbi og mamma standa alltaf með því í hvaða kringumstæðum sem er.  Vertu viss um barnið þitt leyti fyrst til þín ef það þarf á aðstoð að halda eða hefur spurningar.

6.     Vertu á varðbergi:  láttu ekki vísbendingar um misnotkun eiturlyfja fara framhjá þér og leitaðu aðstoðar áður en vandamálið verður verulega alvarlegt.

7.     Lærðu:  börn í dag eru flókin og óútreiknanleg.  Ef þú vilt að barnið þitt fræðist um ógnir eiturlyfja þá er mikilvægt að þú fræðist fyrst um málið sjálf/ur.  Áhrifaríkt er að setjast niður með barninu þínu og læra með því um þær hættur sem fylgja misnotkun eiturlyfja.

8.     Settu takmörk:  Með því að setja ákveðnar reglur um hegðun og umgengni sýnir þú barninu þínu að þér er annt um það.  Þannig vísarðu þeim einnig veginn að öruggari og eiturlyfjalausri framtíð.  Settu skýr skilyrði:  ,,Fjölskyldan okkar notar ekki eiturlyf og heldur sig frá fólki sem neytir þeirra”.  Undirstrikaðu þessar lífsreglur með því að lifa eftir þeim sjálf/ur og vertu fyrirmynd í verki.  Ekki láta undan síga í þessum efnum.

9.     Vertu þátttakandi:  taktu þátt í því forvarnarstarfi sem starfrækt er í þínu nágrenni.  Gakktu úr skugga um að forvarnir séu vel kynntar í þeim grunnskóla sem barnið þitt sækir.  Leyfðu barninu þínu að taka þátt í heilbrigðu tómstundarstarfi sem byggir starfsemi sína á heilbrigðum grunni.

10.     Vertu leiðtogi:  Unga fólkið tekur jafnvel eftir því sem þú gerir og segir.  Það er ekki nóg að segja allt það rétta:  þú verður einnig að lifa eftir því sem þú segir.  Sýndu gott fordæmi.  Ef þú átt við eiturlyfjavandamál að stríða.  Skaltu leita hjálpar umsvifalaust