“Við sameinum reynslu okkar, styrk og vonir”

 Reynslusögur

Ég vissi lítið um AA samtökin þegar ég kom á minn fyrsta fund fyrir tæpum 17 árum síðan. Það eina sem ég vissi var að ég átti við áfengisvandamál að stríða og varð að gera eitthvað í málunum. Mér gekk  ágætlega á fundum og heyrði allstaðar heyrt um lausnina en mér fannst ég alltaf svo mikið spes að það hentaði mér ekki. Ég tók þátt í sumum þeirra með því að tala útfrá minni reynslu, en áfengisvandamálið var óleyst. Ég vildi ekki taka á mínum vanda og frestaði því alltaf og dróst bara neðar og neðar, Það var ekki fyrren ég kynntist 12 sporum AA samtakanna, fyrir um 14 árum síðar sem rann upp fyrir mér að fram að því hafði ég bara átt áfengisvandamálið sameiginlegt með félögum mínum, ekki lausnina. Ég var inn og út úr meðferðum frá arinu ´99 -´2003 og kynnti mér allar þær meðferðir og meðferðarúrræði sem í boði eru.  Ég hafði aldrei lesið AA bókina,  aðeins lesið sporin á stórum spjöldum á veggjum fundarherbergja. Mér leið orðið mjög illa, ég sá framm á að ef ég gerði ekki eitthvað rótækt, þá færi ég aftur að drekka. Eftir að hafa verið frá neyslu í 3 ár gjörsamlega á hnefanum reyndi ég að taka líf mitt , semsagt ég kynntist geðveikinni án þess að vera vera í neyslu, eftir það fór ég inná geðdeild þar bauðst mér að vera leiddur í gegnum sporin. Ég ákvað að segja já takk því ég hafði sko engu að tapa því mig langaði að lifa, svo ég fór að vinna sporin. Ég ákvað að setja til hliðar allt sem ég taldi mig vita um alkóhólisma og vera fús til að læra eitthvað nýtt. Og það sem meira var, ég hætti að lesa sporin og fór að taka þau með trúnaðarmanni. Það kom í ljós þegar við fórum að skoða AA lausnina að ég vissi ekkert um þennan sjúkdóm minn. Smám saman fór líf mitt að breytast. Ég tók stærstu ákvörðunina í lífi mínu til þessa að láta líf mitt lúta handleiðslu Guðs. Guð hefur gert fyrir mig, það sem ég gat ekki gert sjálfur. Hann hefur gefið mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt og kjark til að breyta því sem ég get breytt. Í fjórða og fimmta sporinu skoðaði ég fortíðina og þar opnaðist fyrir mér alveg nýr heimur. Í fyrsta skipti sá ég líf mitt í réttu ljósi; eigingirnina, óttann og reiðina sem hafði stjórnað lífi mínu. Í níunda sporinu fékk ég tækifæri til að biðja vini mína og fjölskyldu fyrirgefningar á því sem ég hafði gert á þeirra hlut, og svo fékk ég tíunda ellefta og tólfta til að lifa daginn í dag. Þessi framkvæmdaráætlun sem sporin hafa gefið mér er gjörsamlega nýtt líf, andlegt líf því það sem ég vissi ekki var að AA leiðin er andleg leið. Það nefnilega stendur í AA bókinni að það sé til ein lausn, það er AA lausnin fáeinar einfaldar meginreglur sem við þurfum að fylgja í okkar lífi og þá er batinn vís. Því kynntist ég ekki fyrr en ég fór að vinna sporin, og sá mér til undrunar að lausnin var allan tímann í AA bókinni. Í hroka mínum hafði ég ekki kært mig um að lesa hana. Núna finn ég líka að ég er ekki einn, ég er með Guði og AA félögunum. Ég finn það þegar ég faðma AA fólk eftir fundi. En félagsskapurinn einn var ekki nóg til að halda mér frá áfengi, ég þurfti lausnina og hana fann ég í tólf sporum AA samtakanna. Ég er þakklátur mínum trúnaðarmanni , AA samökunum og Guði fyrir að hafa fengið að kynnast þessari lausn, ég bið þess að aðrir alkóhólistar finni hana líka.

“vinur í bata segir frá”

Ég var fínn strákur (að eigin áliti) en þarna var bara svo komið að ég var komin niður í mjög djúpan dimman dal örvæntingar, kvíða og ótta sem eg sá enga leið út úr. Hvað átti eg að gera! Þá var það einmitt sambýliskona mín sem benti mér á hópastarf sem kallaði sig Tólf spora hópar.

Satt að segja hafði ég nú aldrei heyrt þetta nefnt en ákvað að hafa samband því ég varð að fá hjálp ég gat ekki meira. Ég tók upp símann og var mjög kvíðinn að tjá erindi mitt. Viðkunnaleg rödd í símanum sem ég upplifði sem englarödd tjáði mér að hún skyldi sjá hvað hún gætti gert fyrir mig því það væri búið að loka hópunum og starfið byrjað. Hvað var nú til ráða? Og aftur tóku kvíðinn og óttinn völdin. En vegna þess að Guð var komin inn í málið samþykkti hópurinn sem þá var byrjaður að starfa að taka mig inn í hópinn. Þvílík blessun að komast að raun um að til var fólk sem var svipað ástatt fyrir og mér sjálfum. Að heyra að öðrum leið eins og mér - þvílíkur léttir - en nú var mikil vinna framundan, vinna við að rannsaka og skoða sjálfan sig.

Það var alveg með ólíkindum hvað maður áttaði sig á mörgu sem miður hafði farið bæði í uppvexti sem barn og á unglingsárunum og svo á fullorðinsárum. Hvernig ég reyndi að hafa stjórn á öllu í kringum mig, ef það tókst ekki þá fór ég bara í fýlu og reyndi þannig að hafa áhrif á umhverfið! Og það sem verra var, fjölskylduna mína og ef það tókst ekki með fýlunni  þá var nú alltaf sá möguleiki eftir að einangra sig frá öllum í fýlu þannig að allir í kringum mann voru á tánum. Að uppgötva að ég hafði reynt að stjórna umhverfi mínu með andlegu ofbeldi - því að það er það sem það heitir - var mjög sársaukafullt og mjög erfitt að horfa í spegil í langan tíma.

Og vegna þess að hegðunarmynstur mitt í seinna sambandinu var ekkert öðruvísi en í hjónabandinu mínu þá gafst sú kona auðvitað líka upp á þessu og mér var hafnað í annað sinn. Einmitt þetta sem eg var svo hræddur við HÖFNUN. Í síðara skiptið var þetta allt vegna þess að ég gaf mér ekki tíma til að athuga hvað það var sem hafði farið úrskeiðis í hjónabandinu mínu heldur æddi í næsta samband af því ég átti svo óskaplega bágt og gat ekki verið einn (það heitir sjálfsvorkunn). Betra hefði verið að gefa sér meiri tíma eftir skilnaðinn því þá væri ég ef til vill enn með þessari yndislegu konu sem vísaði mér á Tólf spora hópinn og stuðlaði þannig að bata mínum vegna þess að henni þótti vænt um mig - henni var ekki sama.

Núna eftir fjögur ár í Tólf spora starfinu hef ég öðlast sjáftraustið mitt aftur, ég er sáttur við sjálfan mig, ég get staðið á eigin fótum, er bjartsýnn aftur og elska lífið á ný og það er svo ekki lítið - en nákvæmlega þetta hef ég öðlast við að vera með Guði og góðum vinum í Tólf spora starfinu.

“Vinur í bata segir frá”

 

Eitt stærsta vandamálið sem ég hef átt við að stríða sem móðir var að viðurkenna þá staðreynd – og hætta að loka augunum fyrir henni – að barnið mitt væri fíkniefnaneytandi.

Ég vissi að ég hafði séð barninu mínu fyrir umhverfi sem var laust við fíkniefni. Ég vissi einnig að ég hafði margoft minnst á þau áhrif sem fíkniefni hafa á börn. Barnið mitt tók mikinn þátt í skátastarfi og íþróttum. Þessa vegna var engin hætta á því að barnið mitt færi að neyta fíkniefna. Sú hugsun hafði aldrei hvarlað að mér þegar það gerðist.

Ýmis atvik leiddu mig í allan sannleika um það og ég gat ekki lengur neitað því að barnið mitt væri farið að neyta fíkniefna. Áhuginn fyrir íþróttum minnkaði. Einkunnirnar í skólanum fóru lækkandi. Þegar kennarinn sagði mér að barnið mitt væri hætt að fylgjast með í skólanum og sofnaði jafnvel fram á borðið hélt ég að ég hefði ráð við því: bara flýta háttatímanum – barnið mitt væri bara þreytt. Það hafði dregið mjög úr samskiptum milli okkar – gerðist slíkt ekki einmitt á vissu tímabili á bernskuskeiði? Ég fann litla plastpoka þegar ég fór að leita að einhverju, en þeir voru alltaf tómir. Nokkur frækorn í vasanum sýndust ekki svo hættuleg. Mér tókst jafnvel að finna eðlilega skýringu á þessum tveim litlu pípum sem ég fann. Ég varð vitni að því aðeins einu sinni að barnið mitt átti erfitt með að gagna eftir ganginum þegar það var á leið í rúmið. Þetta væri ekki honum að kenna. Einhver hafði narrað hann til að drekka áfengi.

Ég var svo frá mér af örvæntingu að ég vildi ekki viðurkenna að barnið mitt væri orðið svona háð fíkniefnum. Ég var haldin slíkri afneitun. Hvað mundi fólk halda? Hvert gætum við leitað eftir hjálp? Ég hafði vissulega misst tökin og að sjálfsögðu hafði ég samviskubit. Ég var gripin vonleysi og ég var reið. Ég fór því að óttast um líf barnsins míns.

Fjölskyldulífið fór úr böndunum. Við lifðum í andrúmslofti vonlausrar örvæntingar. Við æptum hvert á annað á óviðeigandi tímum. Ég fór jafnvel að kvíða því að koma heim úr vinnu. Svo virtist sem lífið veitti okkur enga ánægju lengur. Það var jafnvel orðið erfitt að vera glaður.... eða hlæja.

Ég gat ekki lengur neitað staðreyndum eftir það sálræna áfall þegar barnið mitt hljópst að heiman, án þess að kveðja eða taka með sér föt eða peninga – bara hvarf.

Þegar ég loks viðurkenndi þann hræðilega vanda sem fíkniefnin höfðu valdið í lífi barnsins míns fór ég að leita leiða til að bjarga lífi þessarar ungu manneskju. Í nær tvö ár var ýmislegt reynt til að vinna bug á þessum vanda. Ég ræddi við presta, fékk hjálp hjá sérfræðingum bæði fyrir fjölskylduna og barnið og stuðlaði að stuttri afeitrunarmeðferð og réði sérkennara. Ég vissi ekki þá að hér var ekki aðeins um að ræða svolítið “hass og áfengi”, heldur neyslu ýmissa efna.

Ég fékk áhuga á foreldrhóp á vegum Vímulausrar æsku, sem var að reyna að takast á við fíkniefnaneyslu unglinga. Ég sótti fundi, hlustaði í fyrirlestra, reynslusögur o.s.frv. Stuðning og hjálp veitti fólk sem hafði áður neytt fíkniefna en síðan hætt því. Barnið mitt og öll fjölskyldan hafa nú tekið þátt í foreldrahópnum í nær hálft annað ár og lífið er orðið svo miklu betra.

Við erum farin að geta tjáð tilfinningar okkar hvert fyrir öðru. Við látum í ljós mikinn stuðning og kærleika og lífið er orðið eins og það var áður en fíkniefnin komu til sögunnar. Sjálfsálitið, sem var alveg horfið, er farið að byggjast upp aftur og við eygjum von í framtíðinni, von fyrir fjölskylduna og líf barnanna hefur breyst til batnaðar.

Fíkniefnaneytandi verður að losa við fíkniefnin í eitt skipti fyrir öll. Einn sopi af áfengi eða ein hasssígaretta getur komið honum alveg niður á botninn aftur, þar sem hann hefur enga stjórn á lífi sínu og framtíð. Mikilvægt er að hafa áætlun og stuðningshóp til að hjálpa manni, vegna þess að það er ævilöng barátta að halda sér fíkniefnalausum.

“Móðir fíkils segir frá”