Eineltisforvarnir

Hvað er einelti?

 

Barn sem verður fyrir einelti líður yfirleitt mjög illa. Barnið er oft hrætt, einmana og með lítið sjálfstraust. Það kvíðir því að fara í skólann, er gjarnan spennt, óöruggt og verður jafnvel veikt án sýnilegra sjúkdómseinkenna. Langvarandi einelti getur leitt til alvarlegra vandamála eins og þunglyndis og neikvæðrar hegðunar. Þolendur eineltis skammast sín oft fyrir eineltið, kenna sjálfum sér um og segja því ekki frá eineltinu…


Verður þú fyrir einelti?

 

Ef þú verður fyrir einelti, ekki örvænta, mundu að það á enginn rétt á því að koma fram við þig á niðrandi hátt. - Hvað áttu að gera ef einhver kemur fram við þig á niðrandi hátt ….

Einelti á vinnustað

 

Einelti á vinnustað er skilgreint sem tíðar og neikvæðar athafnir sem beitt er af einum einstaklingi eða fleiri gegn vinnufélaga sem á erfitt með að verja sig. Þessar athafnir valda þeim einstaklingi sem fyrir þeim verður mikilli vanlíðan og grafa undan sjálfstrausti hans…

Reynslusögur af einelti

 

Eineltið byrjaði þegar ég var c.a 7-8 ára, geri mér ekki alveg grein fyrir því hvað ég var gömul en ekki eldri en 8 ára. Það voru 2 strákar jafn gamlir mér sem byrjuðu að uppnefna mig í frímínútum, ég held að ég hafi verið frekar frökk og hress stelpa og veit ekki hvað það var í fari mínu sem varð til þess að þeir völdu mig,

Fullorðnir gerendur eineltis

 

Einelti finnst án tillits til efnahags, stéttar, stöðu eða búsetu. Fullorðnir gerendur eineltis eru bæði karlar og konur. Auðvitað er ekki hægt að setja alla gerendur eineltis undir sama hatt.

Neteinelti

 

Neteinelti er stríðni sem framin er vísvitandi af einstakling eða hópi endurtekið yfir tímabil, með rafrænum samskiptamiðlum, gegn öðrum einstakling. Nú, þegar við höfum öll stöðugan aðgang að netinu er neteinelti stærra vandamál en það var áður. Það getur verið erfitt að glíma við neteinelti því þeir sem leggja í einelti á netinu geta skýlt sér á bak við nafnleynd. Því þarf að passa hvað er sett inn á netið…

Foreldrar þolenda eineltis

 

Það er sársaukafullt að vita til þess að barninu manns sé strítt eða það lagt í einelti. Foreldrar barna sem lögð eru í einelti finna til mikils vanmáttar, reiði og sorgar. Ef barn er á grunnskólaaldri á það í hvað mestri hættu með að verða lagt í einelti í skólanum, á skólalóðinni eða á leið í eða frá skólanum. Það kemur því í hlut skólans að vinna með foreldrunum að lausn málsins.

Foreldrar gerenda eineltis

 

Ekki er auðvelt að vera foreldrar barns sem leggur annað barn/börn í einelti. Oftast kemur það foreldrum á óvart þegar þeir fá upplýsingar um að barnið þeirra sé e.t.v. gerandi eineltis. Enda þótt fyrstu viðbrögð einkennist af undrun og jafnvel vantrú vilja langflestir foreldrar að gengið sé strax í málið og að öll málsatvik verði upplýst. Komi í ljós að barnið þeirra sé gerandi eineltis vilja þessir sömu foreldrar oftast taka fullan þátt í úrvinnslunni.


Þolendur eineltis


 

Þolendur eineltis og kynferðislegs áreitis eru á öllum aldri. Ef litið er til barna eru þó nokkur einkenni sem algengt er að finna hjá þolendum eineltis. Oft er um að ræða börn sem eru dugleg og samviskusöm, góðir námsmenn og ljúfir og prúðir í framkomu. Þetta eru oft börn sem koma frá góðum heimilum og hafa fengið gott atlæti. Sama gildir um fullorðna þolendur. Þetta er fólk sem oft er með allt sitt á hreinu, njóta aðdáunar/athygli ákveðins hóps á staðnum, eru vandvirkir og geta vel unað án þess að vera miðpunktur hópsins. Það er einmitt vegna þessara eiginleika sem þeir vekja öfund hjá þeim sem af einhverjum ástæðum eru verr settir andlega og finnst lífið hafa meðhöndlað sig á ósanngjarnan hátt.


Í sporum gerenda eineltis

 

Eins og með þolendur er ekki til nein ein rétt lýsing á þeirri manneskju sem leggur aðra manneskju í einelti. Öll erum við breysk og áður en ævinni líkur má næstum fullyrða að einhvern tímann á lífsleiðinni höfum við, flest okkar, sýnt einhverjum óæskilega eða neikvæða framkomu. Margir geta án efa rifjað upp tilvik þar sem þeir komu illa fram við ákveðna manneskju, jafnvel ítrekað.

Ég á engan vin

 

Sum börn eiga engan besta vin eða vinkonu og heldur enga vini. Sum börn hafa aldrei átt góðan vin á meðan önnur hafa átt vin en eiga ekki lengur. Stundum hefur góður vinur flutt í burtu en í öðrum tilvikum hafa tengslin rofnað og „gamli vinurinn“ fundið sér nýja vini. Enda þótt barn sé hluti af stórum bekk getur það verið einmana í skólanum og þegar skóladegi lýkur hefur það jafnvel engan til að leika við. Í frístundum er heldur ekki sjálfgefið að börn myndi vinatengsl.