Ungt fólk og sjálfsvíg

Það eru ekki mörg ár síðan bandaríska geðlæknafélagið skilgreindi þunglyndi barna og unglinga sem veikindi sem er stór áhrifaþáttur í sjálfsvígum og því mikilvægt að það uppgötvist ef það er farið að hrjá barn eða ungling. Oft tengist þunglyndið áfengis- og vímuefnamisnotkun einnig hefur ástvina missir, skilnaður foreldra, verða fyrir slysi, atvinnuleysi, langvarandi samskiptaerfiðleikar áhrif. Atburðir sem valda viðkomandi niðurlægingu eða áfalli, til dæmis andlegt og líkamlegt ofbeldi, nauðgun, afbrot og lítið sjálfsálit er líka oft ástæða. 

Sjálfsvíg er sjaldnast stundarákvörðun hér og nú. Dagana fyrir atburðin hefur viðkomandi eitthvað sem bendir til að þessi hugsun leiti á hann, rannsóknir sýna að meira en 75% allra þeirrar sem fremja sjálfsvíg sýna einhverja hegðun á undanförnum vikum eða mánuðum sem gaf til kynna að viðkomandi væri að hugsa um að svipta sig lífi. Mundu að hegðun sem bendir til sjálfsvígs er ákall á hjálp en hafa ber í huga að ákveðin hætta er á því að sjálfsvígsdauði sé "rómantíseraður", sem getur aukið líkur á keðjusjálfsvígum. 

Til að hindra sjálfsvíg ættingja eða vinar ber að hafa eftirfarandi í huga: 

  • Vera vakandi fyrir hættumerkjum og taka þeim alvarlega 

  • Ekki gefa loforð um þagmælsku. 

  • Hlustaðu, láttu viðkomandi tala um líðan sína, virtu tilfinningar hans, ekki fordæma eða vera með prédikun. 

  • Sparaðu góð ráð. 

  • Bentu á að hin vonda líðan geti tekið enda og að það er möguleiki á að fá hjálp. 

  • Fjarlægðu vopn og hættuleg lyf. 

  • Útvegaðu faglega aðstoð. 

Sjálfsvígshugsanir

Sjálfsvígshugsanir eru mjög ólíkar hugsunum um dauðann og lífið sem fólk veltir oft fyrir sér, eins og t.d. hvaða lög eigi að leika í jarðarförinni o.s.frv. Þessar hugsanir dúndrast inn í höfuð viðkomandi og láta hann ekki í friði. Þær koma þegar viðkomandi slakar á að kvöldi, í erfiðri kennslustund í skóla og þegar verið er að horfa á sjónvarp. Það er eins og heimur unglingsins þrengist og þrengist þannig að ekki er möguleiki á að sjá aðrar lausnir en þessa einu og sjálfsvígið er flóttaleið. Algengara er að unglingur segi vini eða vinkonu frá heldur en foreldrum. Sundum tjáir unglingurinn sig mjög nákvæmlega um áform sín en oft er tjáning tiltölulega óljós eins og "ég vildi óska þess að ég væri dauður", "heimurinn væri betri án mín", bráðum heyrist ekkert í mínu herbergi".