Ársskýrsla 2022

Starfið okkar fór vel af stað á árinu 2022. Fyrsta Verkefni ársins í Tónasmiðjunni var „Ljós í myrkri“ – ROKKUM gegn krabbameini til styrktar Ljósinu og Krabbameinsfélagi Þingeyinga. Um 35 manns, hópur á ýmsum aldri tók þátt ásamt heiðursgestunum honum Kristjáni Gíslasyni söngvara.  Þessir tónleikar voru virkilega góðir , var fín mæting og gátum við styrkt Ljósið og Krabbameinsfélagið um sitthvorn 150 þúsund krónur.

Við vorum auk þess beðin um að sjá um dagskrá Poppmessu í kirkjunni í mars , 1. Mai í Íþróttahöllinni og svo vorum við með útitónleika á 17. Júní allt saman virkilega skemmtilegir viðburðir sem gengu vel.

Sumarið kom og áfram var haldið og við byrjuðum að undirbúa okkur fyrir næstu sýningu og verkefni því tengt , hent var í lyklakippusölu í tengslum við verkefnið og fór verkefnið „Minning um ÞIG“ af stað til styrktar Píeta samtökunum á Akureyri í tengslum við 10. september sem er alþjóðlegur sjálfsvígs forvarnadagur og er þetta fimmta árið sem við förum í verkefni tengt þeim degi. Um 30 manns tóku þátt í þessari sýningu þar á meðal heiðursgestirnir Bergsveinn Arilíusson og Már Gunnarsson , en ákveðið var að Landinn sjónvarpsþátturinn kæmi á Húsavík og gerði umfjöllun um verkefnið , sem var svo sýnt í Október á RÚV. Verkefnið gekk vel, full kirkja og styrktum við Píeta samtökin á Akureyri um 300 þúsund krónur sem var ágóði af tónleikunum. 

Auk þess að vera að æfa og undirbúa þessa sýningu sumarið ´22 spiluðum við m.a á mærudögum, þar sem FLOTTUR hópur frá okkur kom fram á stóra sviðinu um kvöldið og fékk mikið hrós fyrir. 

Eftir sumarið var ráðist í næsta verkefni sem var jólasýningin okkar “Jólin þín og mín” sem var núna haldin í fjórða skiptið og orðin fastur punktur í aðventuhaldi samfélagsins. Hópurinn stækkaði töluvert og núna vorum saman komin um 40 flytjendur á ýmsum aldri , fjölbreyttur hópur krakkar og eldri reynsluboltar. Æft var stíft , og var mikill undirbúningur, enda krefjandi verkefni og stefnan sett á að halda glæsilega sýningu sem fyrr. Heiðursgestir að þessu sinni voru landsþekktu söngkonurnar Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir og Stefanía Svavarsdóttir. Þetta verkefni var afar skemmtilegt og um leiđ krefjandi ferđalag, sem náði hápunkti sínum með þessari góðu stund, Hòpurinn okkar stòđ sig frábærlega. Við styrktum að þessu sinni Velferđarsjòđ Þingeyinga um 500 þús kr.

Auk þess í Desember komum við víða við með Tónasmiðjuna , og skemmtum m.a. á Jólafundi Kiwanis , aðventustund á Skógarbrekku og Hvammi. Á þorláksmessukvöld komum við svo fram í versluninni Heimamenn.

Við erum afar stolt af að vera að stýra Tònasmiđjunni núna sjötta árið á Húsavík og hefur starf okkar stöðugt verið að stækka,  þar sem við komum saman einstaklingum á öllum aldri, gerum eitthvađ lifandi og skemmtilegt saman međ jákvætt forvarnargildi og gefum af okkur þannig til samfélagsins og til góðra málefna. 

Núna í desember gáfum við auk þess jólagjafir til heldra fólksins okkar í Hvammi og Skógarbrekku eins og við höfum gert undanfarin 4 ár.       

Heimasíðan og hlaðvarpstöðin gengu vel á þessu ári.  Greinilegt að fólk er að lesa og hlusta vel á það efni sem er þar inni og gott að fólk er að nýta sér þessi verkfæri.

Viđ erum núna þegar byrjuđ ađ leggja drög ađ næsta verkefni sem byrjar núna ì Janùar n.k.

Um leið og við óskum ykkur öllum velfarnaðar á nýju ári 2023 viljum við þakka öllum þeim sem hafa sýnt okkur áhuga , hvatt okkur áfram, styrkt okkur og/eða rétt okkur hjálparhönd með einum eða öðrum hætti. 

Án ykkar væri þetta ekki hægt.

TAKK fyrir okkur!!!