Fordómar

 Í þessari grein langar mig að draga aðeins upp mynd af fordómum og hvernig þeir skaða samfélag okkar og koma í veg fyrir að einstaklingar leiti sér þeirrar hjálpar sem í boði er, sem aftur veldur því að lífsgæði þeirra eru lakari en ástæða er til. Oft höfum við heyrt af eða orðið vitni að fordómum gangvart ýmsum minnihlutahópum.

Má þar nefna fordóma gagnvart öðrum kynþáttum en þeim hvíta, gagnvart geðsjúkum, heittrúuðum, samkynhneigðum, fátækum, alkóhólistum og jafnvel fötluðum og fleiri hópa mætti nefna. Mörg dæmi eru til um níðingsverk sem framin hafa verið í skugga fordóma. Þá getum við spurt okkur að því hvað það eru margir sem ekki leita sér hjálpar vegna ótta við útskúfun annarra og hvaða afleiðingar það hefur í för með sér fyrir viðkomandi.

Getur verið að alvarlegt þunglyndi sé einn fylgifiska þess að tilheyra jaðarhópi og upplifa útskúfun þess vegna, í verstu tilfellum er afleiðing þunglyndis dauði. Hver ber ábyrgðina er það sjúklingurinn sem leitaði sér ekki hjálpar eða eru það fordómarnir sem ef til vill ollu því að hjálpin var ekki sótt vegna ótta. Stærsti þröskuldurinn er þó oft innra með okkur, við viljum ekki og getum ekki vegna þess að við er skelfingu lostin við viðbrögð annarra.

Við erum hrædd við það sem við þekkjum ekki og ótti okkar brýst fram í ofsóknum, hvort sem þær ofsóknir beinast að sjálfum okkur eða öðrum.

Ef samfélagið okkar mannanna væri laust við fordóma væri margt svo auðveldara. Fólk myndi t.d. þora að leita sér aðstoðar vegna ýmissa lífsstjórnandi vandamála eða sjúkdóma, í mun ríkara mæli en nú er. Í fordómalausu samfélagi mætti bjarga og hjálpa mörgum þeim sem ekki leita sér hjálpar í dag. Margt hefur áunnist í þeim efnum s.s. fyrir öflugt starf hagsmuna og félagasamtaka.

Að lokum langar mig að biðja þig lesandi minn að gera könnun á sjálfum eða sjálfri þér og skoða hvort þú hafir einhverja fordóma. Það hjálpar að skoða það með öðrum því oft sjá aðrir það í fari okkar sem við sjáum ekki sjálf.