Er unglingurinn þinn í neyslu ?
Hvernig veit ég að barnið mitt er komið út í vímuefni ?
Hér verða raktar nokkrar vísbendingar sem ættu að gefa okkur tilefni til að ætla að unglingur stríði við áfengis- og vímuefnavanda. Áður en þessi einkennalisti er skoðaður er rétt að hafa nokkur atriði í huga. Unglingsárin einkennast af breytingum. Þau einkenni sem hér er bent á geta sum verið dæmi um eðlilegar og tímabundnar breytingar sem eru unglingsárunum eðlilegar.
Verði breytingar á mörgum sviðum eða róttækar og varanlegar er ástæða til að líta þær mjög alvarlegum augum.
- Hefur barnið þitt verið úti alla nóttina án leyfis? ( áður en þú segir ,,það gera allir krakkar,” þau gera það nefnilega ekki öll. 
- Hefur þú fundið hluti í herbergi hans/hennar, sem ekki eiga þar heima ? 
- Er barnið undarlegt til augnanna þegar það kemur heim? 
- Er barnið augljóslega í vímu þegar það kemur heim? 
- Hefur barnið meitt systkini sín? 
- Hefur barnið hagað sér ósæmilega á opinberum samkomum þar sem önnur börn haga sér vel ? 
- Hefur yfirkennari eða skólastjóri hringt til þín vegna sonar þíns eða dóttur ? 
- Hefur honum/henni verið vísað úr skóla ? 
- Eru einkunnir barnsins verri en í fyrra ? 
- Skrópar hann/hún ? 
- Er barnið hætt að taka þátt í íþróttum eða skólastarfi sem það hafði ánægju af áður fyrr? Fer hann ekki á fótboltaæfingar eins og áður ? er hún hætt í danstíma. 
- Hefur klæðnaður barnsins breyst, jafnvel þegar miðað er við klæðaburð félaganna? 
- Er barnið hætt að vinna húsverkin sín af áhuga ? er afsökunin ,,Ég þarf að skreppa út”? 
- Hittir barnið vini sína oft á skólalóðinni eftir skóla? Skólalóðir grunn og framhaldsskóla eru kjörinn sölu og neyslustaður á kvöldin og um helgar. Foreldrarnir eru að vonum ánægð með að séu á skólalóðinni með félögunum en ekki á Hlemmi í óreglu. Auðvitað viljum við trúa börnunum okkar. En þetta er ekki spurning um siðferði, það er við erfiðan sjúkdóm að eiga. 
- Talar barnið um frábær teiti, vikur og mánuði frammí tímann ? ( Ég get ekki beðið eftir að verða tvítug/ur og komast og komast í Ríkið! Þá er sko hægt að detta í það! ) þegar þú minnist á einhvern sem hefur hætt að drekka, segir barnið þá ,, En hvað með kampavín á Gamlárskvöld ?” og þetta er um jónsmessuleytið. 
- hefur barnið einhverju sinni stært sig af að hafa drukkið alla undir borðið ? 
- notar barnið orðið partý sem sagnorð fremur en nafnorð? (t.d. ef dóttir þín er að fara í veislu, ræðir hún þá almennt um veisluna, frekar en fólkið sem verður þar? ) 
- vill barnið gista oft hjá vinum sínum? Er mömmu Siggu sama þó þær fái sér bjór? Var þér sagt að mamma Siggu yrði heima, en hún var það ekki ? Aðgættu allar staðreyndir. 
- finnur þú tómar bjór og brennivínsflöskur undir rúmi barnsins? 
- hangir barnið þitt í verslunarmiðstöðvum ? Er áfengisútsala þar ? Kaupa unglingarnir áfengi þar eða fá þau einhvern fullorðin til að kaupa fyrir sig ? 
- hefur vinahópur barnsins augljóslega breyst ? 
- hverfa lyfin úr lyfjaskápnum smátt og smátt ? Lyfjaskápurinn er ein helsta vímuefnauppspretta barna og unglinga. 
- er áfengið á heimilinu ( ef þú átt vín ) útþynnt? Hafa gestir þínir einhvern tímann minnst á ,,óvenjulega léttar blöndur” þegar þú hefur blandað eins og venjulega ? 
- fer barnið undan flæmingi þegar þú spyrð einhvers ? 
- hverfa peningar ú seðlaveskinu þínu ? Úr sparibaukum á heimilinu ? 
- endast vasapeningarnir aldrei út vikuna ? Fer sumarhýran jafnhraðan ? Er alltaf verið að biðja um aukafjárveitingar ? 
- hverfa hlutir af heimilinu ? 
- hefur unglingurinn verið tekinn af lögreglu vegna ölvunar við akstur ? 
- hefur þú einhvern tíma íhugað að leita sérfræðiaðstoðar vegna hegðunar barnsins/unglingsins ? 
- hefur hann/hún einhvern tíma talað um sjálfsvíg, eða reynt að svipta sig lífi ? 
Hvert get ég leitað?
Hægt er að leita ráða m.a. hjá félagsþjónustunni, lögreglu eða ráðgjafa tengda meðferðastöðvum.
 
                        