Það er til lausn

Alkahólismi og önnur vímuefnafíkn

Ef þú heldur að þú, eða einhver sem þér þykir vænt um, þurfi aðstoð vegna áfengis- eða vímuefnavanda þá geturðu leitað til þessara meðferðarstöðva hér, þau munu taka vel á móti þér , gott fólk á góðum stað.

SÁÁ : sími 530-7600  https://saa.is/

Samhjálp : sími  561 1000  http://www.samhjalp.is/ 

Krýsuvík :  Sími  Sími  565 5612 · 565 5614  https://krysuvik.is/

Na samtökin NA eru félagasamtök sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða, samfélag karla og kvenna sem hafa átt í miklum erfiðleikum með fíkniefni. Við erum fíklar á batavegi sem hittast reglulega til þess að hjálpa hver öðrum að halda sér hreinum af fíkniefnum. Þetta er prógramm sem krefst algers bindindis frá öllum fíkniefnum. Eina skilyrðið fyrir inngöngu er löngunin til þess að hætta í neyslu. Fundaskrá :  https://nai.is/fundaskra/ 

AA Samtökin : AA samtökin eru félagsskapur karla og kvenna sem samhæfa reynslu sína, styrk og vonir svo að þau megi leysa sameiginlegt vandamál sitt og séu fær um að hjálpa öðrum frá áfengisbölinu. Til þess að gerast AA félagi þarf aðeins eitt; Löngun til að hætta að drekka. Fundarskrá : http://aa.is/aa-fundir

Ástar- og kynlífsfíkn

Meðferð fer ýmist fram í gegnum sálfræðimeðferð eða 12 spora kerfi

Samtökin SLAA (Sex and Love Addicts Anonymous) vinna samkvæmt 12 spora kerfi í átt að bata og auknum lífsgæðum. Á heimasíðu SLAA á Íslandi https://www.slaa.is/ má finna upplýsingar um ástar- og kynlífsfíkn og lesa sér nánar til um. Þar er einnig að finna fundaskrá  https://www.slaa.is/fundir--meetings.html 

Neyðar- og upplýsinganúmer SLAA er 698-8702

  

Matarfíkn

Hjá MFM https://www.matarfikn.is/thjonusta/ er boðið uppá einstaklingsmiðað meðferðargrógram sem stuðlar að líkamlegum, tilfinningalegum/huglægum og andlegum bata fyrir þá sem fá skimun og greiningu um sykur/matarfíkn og/eða átraskanir.

OA samtökin : https://oa.is/um-oa/

Við í OA samtökunum höfum fundið leið til að losna undan áþján ofáts með því að deila reynslu okkar og styðja hvert annað. Við bjóðum velkomna alla þá sem vilja losna undan matarfíkn. Fundarskrá : https://oa.is/fundir/

 

GSA samtökin http://gsa.is/

er félagsskapur fólks sem hefur fengið lausn á vandamálum sínum tengdum mat. GSA samtökin byggja á Gráu síðunni og 12 spora kerfi AA samtakanna til að ná og viðhalda svokölluðu fráhaldi frá vanda sínum. Fundarskrá : http://gsa.is/fundarskra/

 

Spilafíkn

SÁÁ býður meðferð, ráðgjafaviðtöl og stuðningshópa fyrir þá sem glíma við vanda vegna fjárhættuspils og spilafíknar. Aðstandendur geta einnig sótt ráðgjöf og fræðslu á göngudeildum SÁÁ. https://saa.is/medferd/spilafikn/

GA samtökin : GA eru samtök kvenna og karla sem deila með sér reynslu, styrk og von um að geta leyst sameiginlegt vandamál sitt og hjálpa öðrum að ná bata á spilafíkn. Eina skilyrðið fyrir aðild, er löngunin til að hætta fjárhættuspili.  Fundarskrá : https://www.gasamtokin.is/?page_id=71

 

Meðvirkni

Hvað er meðvirkni?

Meðvirkni er ákveðið mynstur sem þróast hjá fólki, oft t.a.m. hjá aðstandendum alkóhólista og fíkla. Hún lýsir sér helst í því að hegðun og líðan annarra fer að stjórna hegðun og líðan manns sjálfs . Meðvirkni má  þó finna víðar en í samskiptum við áfengis- og vímuefnasjúklinga. Hún getur þróast í ýmis konar samskiptum og mismunandi aðstæðum. Í stuttu máli snýst meðvirkni um að reyna að þóknast öðrum en sjálfum sér og laga sig að ákveðnum aðstæðum, jafnvel án þess að kæra sig um það eða láta það í ljós.

Lausn frá Meðvirkni eru m.a. Coda samtökin sem er félagsskapur karla og kvenna sem eiga þann sameiginlega tilgang að þróa með sér heilbrigð sambönd. Einu skilyrði til aðildar er löngun í heilbrigð og fullnægjandi sambönd.  Við komum saman til að deila með hvort öðru reynslu okkar, styrk og vonum á leið okkar til sjálfsvakningar – lærum að elska sjálfið. Fundarskrá :  http://coda.is/index.php?page=fundartimar