Hafđu þađ einfalt

Þegar lífið virðist óviðráðanlegt og ruglingslegt hentar best að beita einföldum aðferðum og þetta slagorð minnir okkur á að flækja málin ekki ómeðvitað með því að reyna að sjá fyrir allt það sem gæti farið úrskeiðis til að vera viðbúin því. Þegar við höfum það einfalt reynum við að taka hlutunum eins og þeir eru í stað þess að velta því fyrir okkur hvað, ef til vill og kannski gæti orðið, ef þetta eða hitt væri svona eða hinsegin.

Það minnir okkur á að flækja málin ekki frekar eða taka ekki meira að okkur en við getum ráðið við og að okkur gangi betur ef við einföldum markmið okkar. Að við getum slakað á, verið mildari við okkur sjálf og treyst því að ef við setjum annan fótinn fram fyrir hinn til skiptis komumst við á áfangastað. Einfaldlega skref fyrir skref

Previous
Previous

Forvarnir hefjast heima V

Next
Next

Geturðu lánað mér........