Við byrjuðum öll að drekka 13 ára

Fyrir nokkrum árum fékk ég fjóra ósköp venjulega unglinga í spjall til að komast að því hvernig þau skemmta sér.  Þessir krakkar sem voru þá í 10.bekk, komu frá ósköp venjulegum heimilum, óbrotnum fjölskyldum og standa sig vel í skóla.

En þrátt fyrir öll þessi venjulegheit kom í ljós í spjallinu að þau eru engir englar.  Þar með fellur kenningin sem foreldrar vilja svo gjarnan halda í, að unglingarnir séu slæmir ef heimilið er slæmt.  Krakkarnir vildu ekki segja til nafns, því þau ætluðu að leiða mig í allan sannleikann um heim unglinganna og þeim fannst ekki líklegt að foreldrar þeirra gætu tekið honum öllum áfallalaust.

Ég  bið þó alla foreldra að minnast þess að af fullorðnum læra börn sem fyrir þeim er haft

Þeim liggur á að kynnast heimi fullorðna og skaðsemi og áhrifum áfengis og fíkniefna fræddu barnið þitt áður enn það verður of seint.

Við byrjuðum öll að drekka og reykja sígarettur 13 ára, þó strákarnir hafi ekki komist uppá lagið með það, þá reykja þeir á fylleríum.  Fyrst rændi maður frá mömmu og pabba, sullaði einhverju saman en svo byrjaði maður að kaupa landa.  Það er mjög auðvelt að verða sér úti um hann.  En núna kaupum við bara landa ef við komumst ekki í ríkið. 

Annars er pabbi minn búinn að sætta sig við það núna að ég drekki, hann fer núna í ríkið fyrir mig, mér finnst það mjög gott.  Ég hætti þá að drekka sterk vín, hann kaupir fyrir mig léttvín og bjór.  Mér finnst hann hafa kennt mér að drekka.  Núna vil ég bara góð vín, áður keypti ég bara það sem var ódýrast og sterkast,” segir ein þeirra.

,,Foreldrar mínir komust að því að ég drekk og buðust þá til að fara í ríkið fyrir mig, í stað þess að ég væri að drekka landa.  En svo þegar ég bið þau þá segja þau bara nei,” segir annar.  Ég kaupi helst það sem er sterkast. Við förum svona 4-5 sinnum á fyllerí í mánuði.  Það fer eftir því hvað er að gerast, stundum er fullt af partýum að fara í á sumrin fer maður meira niður í bæ og svo er líka hægt að fara í félagsmiðstöðvar en þó er best að vera bara einhversstaðar í heimahúsi.

Við byrjuðum öll að reykja gras (mariujana) í 9. bekk það var eitthvað spennandi,  öðruvísi víma.  Svo er það ekkert “svo” hættulegt segja þau.  Við vitum þó að áhrifin geta komið í ljós mörgum árum seinna, en hvað erum við að pæla í því núna.  víman er svo þægileg.  Maður er svo afslappaðu , hlær voða mikið.  Við reykjum frekar hass þegar við erum með vinum okkar að slaka á.  Við blöndum því sjaldnast saman, víninu og hassinu. 

Það fer líka eftir því hvað við eigum mikinn pening. 

Grammið af grasi kostar 3000 - 3500 krónur. Það fer eftir því hvar maður kaupir það.  Ef maður á mikinn pening borgar það sig að kaupa slatta og selja þá vinum sínum.  En venjulega á maður bara fyrir einu grammi.  Við reykjum það svona tvisvar til þrisvar í mánuði.  Það er mjög auðvelt að verða sér úti um það, maður þekkir alltaf einhvern sem þekkir einhvern annan. 

Þegar maður er að drekka getur maður gert það heima hjá sér, það er annað með hassið af því að lyktin er svo sterk og auðþekkjanleg.  Þá erum við úti í bílskúr eða einhversstaðar þar sem foreldrarnir eru ekki heima.

Við fáum vasapeninga og svo bíópening  og svona.  En svo smyr maður sér nesti og fer ekkert í bíó, þá reddast þetta.

Við erum ákveðin í því að fara ekki með neysluna lengra, við höfum aldrei tekið töflur, spítt eða E töflu.  Það er hættulegt, það vitum við og svo er það svo dýrt. Samt þekkjum við krakka sem taka spítt.

Þessar staðreyndir eru úr heimi unglinga af höfuðborgarsvæðinu í 10.bekk grunnskóla.

Ég bið nú alla foreldra að rjúka ekki upp til handa og fóta heldur minnast þess að af fullorðnum læra börn sem fyrir þeim er haft.

Fræddu barnið þitt áður enn það verður of seint.

Previous
Previous

Jólin þín og mín

Next
Next

HETJUR